Flugvélaframleiðandinn Airbus spáir 4,9% fjölgum flugfarþega á ári næstu tvo áratugina. Í frétt á vef BBC segir að samkvæmt spá Airbus þurfi að framleiða 24,300 farþega- og vöruflutningaflugvélar til ársins 2026. Samkvæmt þessu þarf að auka framleiðsluna úr 1130 flugvélum í 1215.

Í spánni er gert ráð fyrir að fjölgum farþega verði mest í Asíu.