IFS Greining spáir því að tekjur N1 á fjórða ársfjórðungi í fyrra verði 13,5 milljarðar króna og rekstrarhagnaði fyrir skatta og gjöld (EBTIDA) upp á 193 milljóna. Þetta er talsvert minni hagnaður en ári fyrr þegar hann nam 329 milljónum króna. Tekjur voru á móti 200 milljónum krónum minni en á fjórða ársfjórðungi í fyrra.

IFS Greining segir í afkomuspá sinni að ári fyrr hafi annar rekstrarkostnaður verið óvenjulágur. IFS Greining segist í afkomuspá ekki eiga von á stórum tíðindum frá höfuðstöðvum N1 við Dalveg. Væntanlegt uppgjör N1 er það fyrsta eftir að hlutabréf félagsins voru skráð á markað 19. desember í fyrra.

Nettóafkoma á lokafjórðungi nýliðins árs er svo spáð að verði 24,5 milljónir króna borið saman við 68,4 milljónir ári fyrr.

IFS Greining tekur fram að stjórnendur N1 hafi enn ekki sagt til um hvaða dag uppgjörið verður birt, sé miður. Þó hafi verið gefið til kynna að 26. febrúar sé líklegur. Ekki hafi heldur neitt veirð gefið út um kynningu á uppgjörinu og horfum félagsins.