Ferðamálastofa spáir áframhaldandi fjölgun ferðamanna og reiknar með  því að 63 þúsund ferðamenn komi í ágúst. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu .

Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri segir áætlað að fjöldi erlendra ferðamanna í ágúst verði 25% af fjöldanum í ágúst síðasta sumar. Í ágúst í fyrra komu hingað um 252 þúsund manns en spár gera ráð fyrir að í ágúst muni koma 63 þúsund manns.

Skarphéðinn segir í samtali við Morgunblaðið að fleiri erlendir ferðamenn hafi komið í skimun á Keflavíkurflugvelli í júlí heldur en reiknað hafði verið með.þegar ferðalög hófust á nýjan leik.