Brotthvarf Bill Gross, stofnanda og fyrrverandi fjárfestingarstsjóra eignastýringarfyrirtækisins Pimco, gæti haft veruleg áhrif á flæði fjármuna inn og út úr sjóðum fyrirtækisins. Í skýrslu greiningarfyrirtækisins Stanford Bernstein segir að gera með ráð fyrir því að allt að 30% fjármagns í sjóðum Pimco verði flutt þaðan.

Gross stýrði stærsta skuldabréfasjóði heims hjá Pimco og er mjög mikils metinn í heimi skuldabréfa og eignastýringar. Hann yfirgaf Pimco á föstudag , en hann er ekki fyrsti yfirmaður sem hefur farið frá fyrirtækinu á síðustu misserum. Forstjóri Pimco, Mohamed El-Erian hvarf á braut í desember í fyrra og þá fór Chris Dialynas sjóðstjóri í ótímabundið leyfi.

Í frétt Bloomberg er haft eftir Kathy Lintz, forstjóra Matter Family Office, sem stýrir eignum auðugra fjölskyldna, að hún sé búin að flytja nær allt fjármagn fyrirtækisins úr sjóðum Pimco, en fyrir var Matter Family með um 100 milljónir dala í stýringu hjá Pimco.