Alfesca kemur með uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung (3. fjórðung skv. þeirra fjárhagsári) á morgun. Greiningardeuild Glitnis reiknar með ágætri afkomu á fjórðungnum, spá nokkrum framlegðarbata frá fyrra ári. Taka ber fram að árstíðarsveiflur eru í rekstri Alfesca.

Þannig er sala félagsins mest fyrir jól og páska. Þar sem páskarnir í ár voru í apríl má búast við fremur rólegum fjórðungi. Verð á laxaafurðum var stöðugt á fyrsta fjórðungi en hefur lækkað undanfarnar vikur. Almennt hafa ytri skilyrði í rekstri Alfesca verið nokkuð hagfelld fyrir félagið á árinu segir Greining Glitnis. "Rekstur Adrimex kom inní bækur Alfesca í febrúar og því spáum við óvanalega miklum söluvexti frá sama tímabili síðasta árs," segir í Morgunkorni Glitnis.

Glitnir spáir að rekstrartekjur Alfesca verði 127,1 milljónir evra og eð EBITDA verði 7,6 milljónir evra. Því er spáð að hagnaður ársins verði 0,5 milljónir evra.