„Þetta er samsett vísitala sem við setjum saman úr opinberum hagvísum Seðlabankans, Hagstofunnar og Capacent Gallup. Við tökum mið af aðferð sem OECD notar fyrir mörg ríki en ekki Ísland,“ segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Analytica. Frá því í apríl síðastliðnum hefur Analytica birt svokallaðan Leiðandi hagvísi í hverjum mánuði. Hagvísinum er ætlað að gefa vísbendingar um efnahagsumsvif sex mánuði fram í tímann með spá um landsframleiðslu.

Þetta er í fyrsta sinn sem hagvísir er reiknaður með þessum hætti hérlendis. Að sögn Yngva er aðferðafræðin nokkuð nýtilkomin, en OECD hóf ekki að gefa út sambærilegar tölur fyrr en á síðasta ári.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.