Reikna má með því að gengi krónunnar lækki talsvert þegar kemur fram á næsta ár segir Greining Íslandsbanka. "Spáum við því að gengisvísitalan verði komin í 113 stig eftir tólf mánuði sem er tæplega 8% lækkun frá núverandi gildi," segir greiningardeild Íslandsbanka.

Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka kemur fram að þeir telja að áhrif þeirra 40 milljarða króna í erlendum skuldabréfum. sem eru á gjalddaga í september og október á næsta ári verði verðlögð inn í krónuna fremur snemma á næsta ári. Þau áhrif sem útgáfan hefur haft til hækkunar á gengi krónunnar munu þá að ganga til baka að fullu. Mun það ásamt væntingum um enn meiri skuldabréf á gjalddaga, vaxandi viðskiptahalla og væntingum um vaxtalækkun Seðlabankans snemma árs 2007 valda talsverðri gengislækkun krónunnar segir Greining Íslandsbanka.