IFS Greining spáir því að hagnaður Vodafone á árinu verði 960 milljónir króna, þar af 250 milljónir á öðrum ársfjórðungi. Gangi spáin eftir er ljóst að afkoman verður nokkuð betri en í fyrra en hagnaður Vodafone árið 2013 nam 847 milljónum króna, þar af 207 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi.

Fram kemur í afkomuspá Vodafone sem birt var á föstudag að gert sé ráð fyrir því að veltan á öðrum ársfjórðungi muni nema 3,3 milljörðum króna og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og gjöld (EBITDA) 800 milljónum króna. Til samanburðar nam rekstrarhagnaður Vodafone 732 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra og var það besta afkoma fyrirtækisins í fimm ár.

Fyrir árið allt spáir IFS Greining 13,5 milljarða króna veltu Vodafone og 3,2 milljarða króna rekstrarhagnaði (EBITDA). Til samanburðar nam rekstrarhagnaður Vodafone árið 2012 2.996 milljónum króna og