IFS Greining spáir góðum fyrsta ársfjórðungi hjá Marel, sem birtir ársfjórðungsuppgjör sitt í dag. Samkvæmt spánni verður salan á fjórðungnum um 24% meiri en á sama fjórðungi í fyrra. Í spánni segir einnig að kostnaðargrunur félagsins hafi lækkað undanfarin misseri eftir hagræðingaraðgerðir. Það, auk þess sem fjárfestingarþörf er takmörkuð, mun tryggja gott sjóðstreymi á næstu fjórðungum, að mati IFS.

IFS segir spennandi að sjá hvað Landsbankinn muni gera við 8,2% hlut sinn í Marel, sem bankinn keypti af Horni, fjárfestingarfélagi bankans, nýlega. IFS telur líklegt að bankinn íhugi sölu á þessum hlut á næstu mánuðum.

Spá IFS Greiningar:

Enn sterkur söluvöxtur
Við spáum góðum 1. fjórðungi hjá Marel (uppgjör birt 27. apríl). Samkvæmt spánni verður salan á fjórðungnum um 24% meiri en á sama fjórðungi í fyrra. Salan á 1F11 verður heldur lægri en hún var á 4F10 ef spáin gengur eftir. Við spáum um 11,3% EBIT framlegð á fjórðungnum.  Þessi framlegð er eilítið lægri en á 4F10. Spáin fyrir 1F11 byggir m.a. á upplýsingum um pantanabók félagsins sem eins og hún leit út í lok 4F10. Pantanabókin styrktist enn á síðasta fjórðungi og nam 162 m.EUR í árslok. Þessar upplýsingar gefa vísbendingu um sölu 1F11 og 2F11.

Lægri kostnaðargrunnur og lægri vextir
Kostnaðargrunnur félagsins hefur lækkað undanfarin misseri eftir  hagræðingar-aðgerðir.  Fjárfestingarþörf er auk þess takmörkuð.  Þetta tvennt, ásamt hagstæðari fjármögnun, mun tryggja gott sjóðstreymi á næstu fjórðungum að okkar mati. Einskiptis gjaldfærsla að upphæð 10 m.EUR verður gjaldfærð á 2. fjórðungi.  Gjaldfærslan er vegna uppgjörs á greiðslum í lífeyrissjóð Stork.  Sjóðstreymisáhrifin dreifast á 4 ár.  Þetta er nokkuð há fjárhæð en uppgjörið getur þó gert félagið áhugavert fyrir erlenda fjárfesta þar sem mörg rekstrarfélög í Evrópu eru með lífeyrissjóðsmál enn óuppgerð.

EBIT ársins 2011 áætluð 90,4 m.EUR
Spáin um afkomuna á 1F11 og á árinu 2011 byggir á þeirri rekstrarspá sem sett var fram í nýlegu verðmati okkar.  Við reiknum nú með að sala ársins 2011 verði 611 m.EUR og EBIT framlegð ársins nemi 90,4 m.EUR.  Verðmatsgengi okkar frá því í verðmatinu í mars er  0,82 EUR á hlut (133 ISK á hlut).  Núverandi verð er 126,5 ISK á hlut eða 0,78 EUR á hlut.  Við teljum að helstu forsendur (s.s. Söluvöxtur og ávöxtunarkrafa) í verðmatinu í mars séu varfærnar.

Hvað er mikilvægast í 1F11 uppgjörinu?
Uppfærðar upplýsingar um pantanastöðu Marel eru að okkar mati mikilvægasta vísbendingin um hvernig félaginu muni vegna á næstunni.

Lækkandi skuldir
Eftir hlutafjárútboð ársins 2009, sölu eigna undanfarna fjórðunga og með batnandi sjóðsstreymi frá rekstrinum hafa nettó vaxtaberandi skuldir lækkað jafnt og þétt og voru í lok 4F10 257 m.EUR. Nýleg kjör á endurfjármögnun á vaxtaberandi skuldum félagsins við sex alþjóðlega banka eru 320 punktar ofan á grunnvexti. Nettó vaxtaberandi skuldir  í lok 4F10 á móti EBITDA ársins  2010 var 2,9x.  Á aðalfundi Marel fyrr á árinu kom fram að arðgreiðsla til hluthafa á næstu árum muni nema 20-40% af hagnaði eftir skatta.

Verðkennitölur Marel hagstæðar
Almennt hafa verðkennitölur á flestum alþjóðlegum iðnaðarfyrirtækjum hækkað undanfarna fjórðunga. Meðaltals EV/EBITDA fyrir iðnaðarfyrirtæki fyrir árið 2010 er núna um 11,5x. EV/EBITDA 2011 fyrir Marel miðað við núverandi verð í Kauphöllinni er 9,2x eða 19% lægra en hjá samanburðarfélögum.

“Stokkurinn”:  Selur Landsbankinn hlut sinn á næstunni?
Spennandi verður að sjá hvað Landsbankinn mun gera við 8,2% hlutinn sinn í Marel sem bankinn keypti af  dótturfélaginu Horni nýlega.  Við teljum líklegt að bankinn íhugi sölu á þessum