© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Verðbólguspá IFS greiningar hljóðar upp á hækkun á vísitölu neysluverðs um 0,1% í júlí. Til samanburðar var lækkkun vísitölunnar 0,66% í júlí 2010. Gangi spáin eftir, fer tólf mánaða verðbólga í rúmlega 5%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli lækkar úr 9,2% í 6,3%. Hagstofan mældi vísitölu neysluverð í þessari og síðustu viku og niðurstöður verða birtar 25.júlí.

Þá hefur verð á bensíni hækkað um 1,5% og verð á díselolíu hækkaði um 1,7% frá því í júní. Mánaðarleg verðmæling IFS bendir til 0,7% hækkunar á verði matarkörfunnar eftir 1,3% hækkun í júní. Þá er talið að föt lækki í verði um 8% vegna sumarútsala. Samkvæmt nýjustu tölum úr Verðsjá FMR virðist húsnæðisverð hafa lækkað í júlí.