Skýrsla starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna sjöttu og síðustu endurskoðunar hefur verið birt. Þar segir að meginmarkmið samstarfsins hafi náðst og efnhagsáætlun Íslands sé á áætlun. Þá er sagt að gert sé ráð fyrir hóflegum vexti hagkerfis á þessu ári en samt sem áður helst atvinnuleysi hátt og verðbólga að aukast.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni dragast saman á komandi árum. Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysi verði 5,7% á næsta ári og verði komið niðuir í 3,5% árið 2013. Þá spá starfsmenn AGS því að hagvöxtur á Íslandi verði 3,1% á næsta ári, 2,8% næstu tvö ár og eftir og nái 3,0% árið 2016. Þá gera þeir ráð fyrir því að verðbólga verði um 2,5% eftir 2013.

Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi sagði á blaðamannafundi að efnahagslíf á Íslandi væri brothætt og órói á alheimsmörkuðum sem ekki hafi snert Ísland til þessa mundi hafa áhrif á landið verði ástandi á mörkuðum ytra enn erfitt.

Stjórn Alþjóðgjaldeyrissjóðsins samþykkti síðustu endurskoðun efhangagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS þann 26.ágúst. Með afgreiðslunni kemur síðasti hluti lánafyrirgreiðslunnar, 51 milljarður króna, til útgreiðslu. Fyrir útgreiðsluna sem kemur til við afgreiðslu sjóðsins nú hefur verið afgreidd upphæð að jafngildi 200 milljarðar króna. Þar til viðbótar kemur lántökuréttur frá Norðurlöndunum og Póllandi í tengslum við áætlunina, samtals 150 milljarðar króna.