Verðbólguspá IFS greiningar fyrir desember hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,4% frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 2,5%. Hagstofan mælir vísitölu neysluverðs í þessari viku og eru niðurstöður kynntar miðvikudaginn 22. desember næstkomandi.

Segir í spá IFS að samkvæmt algengur bensínverðum hafi verð hækkað um 3,92% á bensíni og um 3,88% á dísel. Vísitöluáhrif þess sé 0,22%. „Flutningar hafa einnig hækkað í verði í gegnum olíugjöld og 18,7% lækkun á flugfargjöldum til útlanda í nóvember á líklega eftir að ganga til baka að mestu leyti í desember.“

Þá bendi mánaðarleg verðmæling IFS á matarkörfunni að hún hafi hækkað um 1,3%. Vísitöluáhrif þess sé 0,17%, eftir að hafa lækkað um 0,4% í nóvember.