Hagfræðdeild Landsbankans spáir 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða í júní. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 2,6% í 2,3%.

Bankinn telur að föt og skór muni hækka milli mánaða auk verð á mat og drykkjarvörum. Gert er ráð fyrir að húsaleiga lækki um 0,2% en að flugfargjöldum til útlanda verði ekki breytt milli mánaða.

Bráðabirgðaspá Landsbankans til næstu þriggja mánaða er eftirfarandi:

Júlí: -0,6% milli mánaða, 1,9% ársverðbólga.

Ágúst: +0,1% milli mánaða, 1,7% ársverðbólga.

September: +0,2% milli mánaða, 1,8% ársverðbólga.

Helstu óvissuþættir að mati bankans eru gengi krónunnar, húsnæðisverð og alþjóðleg verðbólga. Bankinn gerir ráð fyrir hóflegum verðhækkunum á húsnæðisverði á næstu mánuðum og að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar verði lítil sem engin.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,54% milli mánaða í maí en Landsbankinn hafði spáð 0,4% hækkun. Gengisáhrif komu sterkar fram í verðbólgunni en við var búist.