Tæplega helmingur íslenskra fjármálastjóra telur að íslenska hlutabréfavísitalan OMXI10 muni lækka á næstu sex mánuðum, en hlutfallið var 2% í haust. Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármálaráðgjafar hjá Deloitte, segir að það hafi komið henni á óvart hvað það eru margir sem spá lækkun.

„Það er áhugavert að það séu 40% sem spá lækkunum en samt eru tæplega 40% sem spá hækkunum, þannig það er ekki mikill samhljómur þarna á milli.“

Það sama megi segja um viðhorf gagnvart þróun á gengi krónunnar.

„Það eru 25% fjármálastjóra sem telja að krónan muni veikjast en 60% sem telja að hún muni styrkjast. Frá síðustu könnun eru fleiri sem telja að hún muni annaðhvort veikjast eða styrkjast sem kannski endurspeglar óvissuástand í hagkerfinu.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði