Samkvæmt Alþjóðlegu orkustofnuninni mun lágt verð á hráolíu haldast allt fram til ársins 2017. Þetta telur stofnunin að verði vegna þess að offramboð á söluvörunni tekur lengri tíma að jafna út en búist var við.

Fréttaveita Bloomberg fjallaði um þetta í dag. Framleiðsla sandsteinsolíu mun dragast saman í Bandaríkjunum á árinu og olíuboranir munu einnig minnka við sig vegna lágrar verðlagningar, en svo mun framleiðslan hækka á ný.

Í skýrslu stofnunarinnar segir að árið 2017 muni framboð og eftirspurn loks ná jafnvægi. Framleiðendur eru að safna til sín svo miklu magni af olíu að það mun hægja á verðhækkuninni í allt að heilt ár enn að mati stofnunarinnar.