Alþjóðlega orkustofnunin spáir því að eftirspurn eftir olíu muni lækka umtalsvert árið 2017. Minnkandi eftirspurn helst í hendur við veikari efnahagsspár á alþjóðlegum vettvangi.

Stofnunin spáir því að eftirspurnin muni aukast um 1,2 milljónir á dag árið 2017. Eftirspurn hefur vaxið um 1,4 milljón tunnur í ár og er því um umtalsverða lækkun að ræða, ef spár þeirra rætast. Eftirspurn hefur nú þegar dregist saman á undanförnum mánuðum, en framboð hefur haldið áfram að aukast. Mikil aukning á framboði hefur keyrt verð á hráolíu niður.

Hver tunna af hráolíu úr norðursjó, kostaði í júní 52 dali. Verðið lækkaði svo um 14,5% í júlí, í kjölfar aukins framboðs og ótta um minni eftirspurn.