Japanski fjárfestingabankinn Mizuho segir í bréfi til viðskiptavina sinna að gera megi ráð fyrir allt að 10% lækkun á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt Business Insider

Máli sínu til stuðnings segir Mizuho að hlutabréfaverð sé hátt í samanburði við hagvöxt í Bandaríkjunum og afkomu fyrirtækja. Auk þess bendir fyrirtækið á að flatari vaxtaferill á bandarískum ríkisskuldabréfum bendi til þess að blikur séu á lofti á mörkuðum.

Fyrirtækið segir jafnframt að þar sem flökt á mörkuðum hafi ekki verið lægra í 50 ár séu hætta á því að óvæntir atburðir muni eiga sér stað. Segir Steven Ricchiuto yfirhagfræðingur bankans í Bandaríkjunum: „Innlendir fjármálamarkaðir er hátt verðlagðir og allt bendur til þess að leiðrétting muni eiga sér stað".