Icelandair Group birtir uppgjör annars árfjórðungs 2011 á fimmtudag. IFS greining spáir að lítilsháttar tap, 5 milljónir, hafi orðið á rekstri samstæðunnar á síðasta ársfjórðungi. Niðurstaðan yrði því á svipuðum nótum og á sama tíma í fyrr þegar tapið nam 161 milljónum króna.

Þá er spáð heildartekjur samstæðunar hafi numið 23,1 milljarði króna á ársfjórðungnum sem er 5,9% vöxtur milli ára. Þá er búist við miklum vexti í flutningstekjum eða 13,5%. Samkvæmt spá verður EBITDA hagnaður 1.768 milljónir króna sem er 7,6% af tekjum samanborið við annan ársfjórðung 2010.

Á fyrsta ársfjórðungi 2011 nam tap Icelandair Group 1,1 milljarði króna eftir skatta . Heildarvelta félagsins var 16 milljarðar króna og minnkaði um 2% á milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var neikvæð um 0,2 milljarða króna.

Verðmatið IFS frá því lok febrúar var gengið 5,7 krónur á hlut. Núna er gengið 4,97 krónur á hlut. Olíuverð hefur mikil áhrif á gengið en það hefur lækkað.