Samkvæmt spá Landssamtaka verktaka í Bandaríkjunum mun fastaeignaverð þar í landi lækka á þessu ári um 0,7% að meðaltali á landsvísu, sem yrði þá í fyrsta skipti sem slíkt gerðist svo einhverju nemi í heil 38 ár. Landssamtök verktaka segja að helsta ástæðan fyrir þessum lækkunum - ef af þeim verður - sé hvort tveggja samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum.