Hagvöxtur í Bretlandi verður minni árið 2015 en í ár og minni en gert var ráð fyrir áður, samkvæmt nýrri spá sem greint er frá í frétt BBC.

Kosningar á næsta ári og pólitísk óvissa þeim tengd munu draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta. Þá hafa deilan í Úkraínu og áhyggjur af evrusvæðinu einnig hamlandi áhrif á hagvöxt.

Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur á næsta ári verði 2,4% í Bretlandi, en í ár er spáð 3,1% hagvexti.