Capacent spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,3% í nóvember. Ef að spá Capacent gangi eftir helst 12 mánaða verðbólga óbreytt í 1,8%. Þetta kemur fram í Verðbólguspá Capacent.

Gengisstyrking krónunnar kemur gjarnan fram í verði innfluttra matvæla og gerir Capacent ráð fyrir því að verði innfluttra matvæla lækki um 0,75%, sem hefur 0,11% áhrif á vnv til lækkunar.

Glíma við sama vandamál og kólumbískir kókaínbarónar

Þar er einnig greint frá því að gengi krónunnar hafi styrkst hraustlega síðastliðnar vikur þrátt fyrir metkaup Seðlabankans á gjaldeyri í október. Gengi krónunnar hefur styrkst um 4% frá 10. október. Capcent tekur þá einnig fram að: „Það virðist sama hvaða ráðs Seðlabankinn grípur, alltaf styrkist krónan og virðist Seðlabankinn glíma við sama vanda og kólumbískir kókaínbarónar, of mikið innstreymi fjármagns.