Peningastefnunefnd mun halda stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum í 6%, að samkvæmt vaxtaspá hagfræðideildar Landsbankans. Greint verður frá því á miðvikudag í næstu viku hvort hróflað verði við stýrivöxtum.

Í stýrivaxtaspá hagfræðideldar segir að þrátt fyrir hagstæða þróun verðbólgunnar gaf peningastefnunefndin vaxtalækkun ekki undir fótinn á síðasta fundi sínum. Bent er á að í minnispunktum síðustu fundargerðar peningastefnunefndar hafi hún talið að þrátt fyrir að taumhald peningastefnunnar herðist með hjaðnandi verðbólgu þurfi vextir að öðru óbreyttu að hækka þegar slaki í hagkerfinu snýst í spennu.

Það verður ekki fyrr en á fyrsta ársfjórðungi á næsta ári, að sögn hagfræðideildar Landsbankans .