Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem haldinn verður 5. nóvember næstkomandi.

Segir greiningardeildin að rökin fyrir óbreyttum vöxtum verði þau að þrátt fyrir að verðbólgan sé undir verðbólgumarkmiðinu, og að verðbólguhorfur séu nokkuð góðar og hafi batnað undanfarið, séu verðbólguvæntingar enn yfir verðbólgumarkmiðinu og væntanlega muni kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum. Vaxandi spenna á vinnumarkaði muni jafnframt leiða til aukins verðbólguþrýstings.

Reiknar greiningardeildin jafnframt með því að peningastefnunefnd bankans muni halda stýrivöxtum bankans óbreyttum fram á seinni hluta næsta árs. Spáir húnð þá einni 0,25 prósentustiga hækkun. Reiknar greiningardeildin síðan með 0,5 prósentustiga hækkun 2016. Ástæðan fyrir þessum hækkunum mun að mati greiningardeildarinnar verða að spenna myndist í hagkerfinu á næstu misserum, en samhliða muni verðbólgan aukast sem og verðbólguþrýstingurinn.

Lesa má spá greiningardeildar Íslandsbanka hér .