*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 11. mars 2015 14:25

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vaxtastigi óbreyttu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fundar á næstu dögum vegna ákvörðunar um stýrivexti Seðlabankans sem tilkynnt verður í næstu viku. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að nefndin haldi vaxtastiginu óbreyttu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá.

Þar segir að orðalag í yfirlýsingu og fundargerð peningastefnunefndar frá því í febrúar gefi til kynna að frekari vaxtalækkanir komi ekki til greina fyrr en mynd komist á niðurstöður yfirvofandi kjaraviðræðna, en ekkert hefur þokast í viðræðum milli aðila frá síðasta fundi nefndarinnar.