Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans kjósi að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 13. maí. Telur greiningardeildin að óvissa vegna yfirstandandi kjarasamninga verði nefndarmönnum ofarlega í huga og ólíklegt sé að hróflað verði við vaxtastiginu í miðjum kjaraviðræðum.

„Öll rök hníga þannig að því að halda stýrivöxtum óbreyttum í bili en ef kjarasamningar fela í sér launahækkanir umfram það sem verðbólgumarkmið Seðlabankans leyfir er ljóst að stýrivaxtahækkana er að vænta með haustinu,“ segir greiningardeildin.

Nánar má lesa um spá greiningardeildarinnar hér.