Greiningardeild Arion banka telur að stýrivextir muni haldast óbreyttir, en peningastefnunefnd birtir ákvörðun sína þann 16. mars næstkomandi - eftir viku.

Að mati Greiningardeildarinnar mun óvissa um komandi aflandskrónuútboð verða ofan á í ákvörðuninni. Líkur á því að stýrivextir verði hækkaðir aukast þó ef tölur um landsframleiðslu síðasta fjórðungs 2015 sýna hagvöxt umfram áætlanir.

Greiningardeildin snertir enn fremur á því að vaxandi þensla og launahækkanir um fram framleiðnivöxt gætu leitt af sér aukna verðbólgu, sem kallar á vaxtahækkanir á árinu - eða um ríflega 2% á næstu 18 mánuðum m.v. verðbólguspá Seðlabankans.