Þann 16. mars næstkomandi tilkynnir peningastefnunefnd Seðlabankans um hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastefnu bankans. Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að stýrivextir haldist óbreyttir.

Sér til stuðnings nefnir greiningardeildin að líklegt sé að peningastefnunefnd beri fyrir sig lága verðbólgu sem er undir markmiðum bankans, og verður undir þeim á næstu misserum samkvæmt spám bankans.

Greiningardeild bankans gerir þá ráð fyrir 1,25% hækkun virkra stýrivaxta á árinu 2016, en þar af verða 0,5 prósentustig vegna beinnar hækkunar stýrivaxta og 0,75 prósentustig vegna færslu virkra vaxta frá botni vaxtagangsins að miðju hans, vegna minna lausafjár í fjármálakerfinu.

Spá greiningardeildarinnar má lesa í heild sinni með því að smella hér.