Stýrivextir Seðlabanka Íslands munu haldast óbreyttir, segir greiningardeild Íslandsbanka. Greiningardeild bankans spáir því að virkir stýrivextir muni hækka um 0,5 prósentustig undir lok þessa árs og 0,25 prósentustiga hækkun snemma á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna vaxtaákvörðun sína þann 11. maí næstkomandi. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því þá að rökstuðningur peningastefnunefndarinnar verði sá að verðbólga sé undir markmiði Seðlabankans og útlit sé fyrir að hún verði hófleg næsta kastið.

Greiningardeildin telur að peningastefnunefndin muni lýsa því yfir að auka þurfi aðhald peningastefnunnar frekar á næstu misserum vegna vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Líklegt sé þá einnig að verðbólga aukist undir lok árs og fari nokkuð yfir markmiðið er líður á næsta ár.

Skýrslu greiningardeildarinnar má lesa í heild sinni með því að smella hér .