Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sínum sem fram fer þann 3. október næstkomandi. Stýrivextir bankans hafa verið óbreyttir í 4,25% frá því í október á síðasta ári.

Telja 30% líkur á vaxtahækkun

Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum en þó telja greinendur um 30% líkur á vaxtahækkun þar sem ýmislegt í nýjum hagtölum mæli með hertu aðhaldi, meðal þess sem mælir með því er hækkun verðbólguvæntinga, talsverður hagvöxt á fyrri helmingi ársins og snörp veikingu krónunnar.

Þá segir jafnframt í greiningunni að það ýti undir líkur á vaxtahækkun að tónninn í síðasta hefti peningamála sem Seðlabankinn gaf út hafi verið harðari venjulega og voru nefndarmenn sammála um að ef verðbólguvæntingar héldu áfram að hækka og myndu festa sig í sessi þyrfti að grípa til aðgerða.

Hagsjánna í heild sinni má lesa hér .