IFS greining telur að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum þrátt fyrir að raunstýrivextir séu neikvæðir.

"Slakinn í þjóðarbúskapnum er enn mikill, lítið er um fjárfestingar til að auka einkaneyslu og hagvöxtinn og ekki er líklegt að vaxtahækkanir bæti úr því. Stýrivextir hafa ekki verið mjög bitmiklir undanfarin ár vegna verðtryggingar íslenskra lána og góðs aðgengis að erlendu lánsfé. Nú er aðgengi að erlendu lánsfé ekkert og verðtryggð lán eru í góðum meirihluta íslenskra heimila en óverðtryggð lán færast í aukanna," segir í greingarefni IFS.