Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 2. október næstkomandi.

Greining Íslandsbanka segir að meginforsenda spárinnar sé að  verðbólgu- og hagvaxtarþróun hafi verið í takti við spá bankans, verðbólgan sé svipuð því sem hún var við síðustu vaxtaákvörðun og hagvöxtur verið fremur hægur.

Greining segir að engu að síður hafi þrýstingur á hækkun vaxta og kunni það að kalla á eitthvað aðhaldssamari tón í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar og jafnvel muni það vekja vaxtahauk nefndarinnar, sem hefur greitt atkvæði sitt með óbreyttum vöxtum á síðustu vaxtaákvörðunarfundum.