Gangi allt eftir verður stýrivöxtum haldið óbreyttum í 6% á næsta stýrivaxtafundi seðlabankans á morgun, samkvæmt stýrivaxtaspá IFS Greiningar . Spáin er í samræmi við væntingar fleiri greiningaraðila sem gera ráð fyrir óbreyttu vaxtastigi.

IFS Greining segir að við ákvörðun stýrivaxtaspár verði litið til verðbólguþróunar síðustu mánaða ásamt verðbólguhorfum næstu mánaða og annarra atriða sem peningastefnunefndin leggur áherslu á. Frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hefur gengi krónunnar styrkst um 2,4% og er inngripastefna Seðlabankans að hafa áhrif á stöðugra gengi.

Þá bendir IFS Greining á að óvissa ríki um nýja kjarasamninga og muni nefndin bíða átekta eftir niðurstöðum úr þeim.