IFS ráðgjöf reiknar með góðum öðrum ársfjórðungi hjá Össuri sem birtir árshlutauppgjör í næstu viku. IFS spáir því að hagnaður félagsins hafi orðið 11,4 milljónir Bandaríkjadala á fjórðungnum en Össur hagnaðist um 2,4 milljónir USD á sama tímabili í fyrra. Spáð er 7% söluvexti á fjórðungnum á milli ára og 21,5% EBITDA-framlegð.

Að mati IFS gefur hófleg skuldsetning félagsins möguleika á ytri vexti, t.d. á smærri fyrirtækjum innan stuðningsvöruhlutans. Hlutfall nettóskulda á móti EBITDA er 1,9 fyrir árið í ár og er félagið í góðri stöðu til að fá hagstæða fjármögnun erlendis að mati sérfræðinga hjá IFS.