Gert er ráð fyrir óverulegri hækkun S&P 500 hlutabréfavísitölunnar á þessu ári ef marka má spár þeirra aðila sem birta spár um árslokagildi vísitölunnar í könnun Bloomberg. Góð afkoma fyrirtækja var einkennandi á síðasta ári og spáð er áframhaldandi vexti hagnaðar núna í ár. Vöxturinn verði þó minni en í fyrra. Áætlað V/H gildi vísitölunnar fyrir 2004 er 17,9 en reiknað er með lægra hlutfalli í ár, eða 16,4. Af einstökum atvinnugreinum er mestum hagnaði spáð hjá fjármálafyrirtækjum og heilbrigðisfyrirtækjum segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Mestum vexti hagnaðar er hins vegar spáð hjá upplýsingatæknifyrirtækjum og iðnaðarfyrirtækjum.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.