Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er spáð sigri í kosningu um fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir viðmælendum Morgunblaðsins úr röðum Framsóknarmanna að flestir telji þar að Sigmundur komi til með að sigra kosningarnar í fyrstu umferð kosninganna.

Jafnframt er talið líklegt að Höskuldur Þórhallsson, sem sækist einnig eftir fyrsta sæti ásamt Þórunni Egilsdóttur og Línkeik Önnu Sævarsdóttir, eigi ekki eftir að þyggja annað sæti listans, verði hann ekki kjörinn í það fyrsta.

Því telja þeir Framsóknarmenn sem Morgunblaðið ræddi við það líklegt að þetta muni koma til með að binda endi á stjórnmálaþátttöku Höskuldar. Einnig kemur fram að heimildarmönnum blaðsins finnst líklegt að Þórunn Egilsdóttir komi til með að verða kosin í annað sæti listans og Líneik Anna muni hreppa þriðja sætið.

Höskuldur styður Sigurð Inga til formennsku

Í ræðu Sigmundar í dag á kjördæmisþinginu tvöfalda í Mývatnssveit kom fram að hann telji sig ekki fullkomna manneskju eða stjórnmálamann og að hann vilja halda áfram að bæta sig. Þetta kemur fram í frétt Mbl.is.

Hins vegar þá var Höskuldur Þórhallsson harðorður í garð Sigmundar Davíðs og lýsti hann yfir stuðningi við Sigurð Inga Jóhansson til að leiða flokkinn. Það er haft eftir Höskuldi á vef Rúv.is.

Kosning á kjördæmisþinginu hefst líklega um hádegi. Ef enginn fær yfir helming atkvæða þarf að kjósa aftur milli tveggja efstu á ný.

Talið er að um 200 til 250 manns komi til með að taka þátt í kosningunum. Það verður því áhugavert að sjá hvað verður í kosningunum sem verða í dag.