Breska hugveitan NIESR, reiknar nú með 50% líkum á að breski seðlabankinn lækki vexti á næsta ári. Hugveitan telur að samdráttur verði í raun óhjákvæmilegur í Bretlandi, og reiknar með að hagvöxtur árið 2016 verði einungis 1,7%. Spá þeirra er þó svartsýnni fyrir næsta ár, en þá gerir spá þeirra einungis ráð fyrir 1% hagvexti og 3% verðbólgu.

NIESR spáir því að Englandsbanki lækki vexti fyrst um 0,25% og svo um 0,15%. Stýrivextir yrðu þannig 0,1%.