Fyrirtæki Úrvalsvísitölunnar skila tapi upp á tæplega 1,7 milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa árs, ef marka má spár greiningardeilda bankanna. Þar skiptir sköpum tap fjárfestingafélaganna FL Group [ FL ] og Exista [ EXISTA ], en deildirnar spá þeim samtals um 38 milljarða króna tapi á tímabilinu -- 10,5 milljarða tapi Exista og 27,5 milljarða tapi FL Group.

Verði tap FL Group á fjórðungnum í samræmi við þessa spá verður það að öllum líkindum Íslandsmet í krónum talið, en hafa ber í huga að íslensk fyrirtæki hafa margfaldast að veltu og umsvifum síðustu ár og því er krónutölusamanburður hæpinn.

Nánar í Viðskiptablaðinu.