Seðlabanki Englands hefur ákveðið að halda peningastefnu sinni óbreyttri en vöruðu við að verðbólga gæti farið yfir markmið Seðlabankans í náinni framtíð. CNBC greinir frá.

Stjórnendur Seðlabanka Englands kusu nýverið einróma um að halda meginvöxtum bankans í 0,1% sem er sögulegt lágmark, og að halda magnbundinni íhlutun í895 milljörðum punda.

Búist er við því að verðbólga á síðasta fjórðungi ársins og fyrsta fjórðungi næsta árs verði í kringum 4% sem er 1,5% yfir maíspá bankans. Hærra orkuverð og verð á örðum vörum mun vega þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi.

Verg landsframleiðsla í landinu jókst um 5% á öðrum fjórðungi ársins og var um 4% lægri en fyrir faraldurinn. Búist er við að landsframleiðsla verði um 3% hærri á öðrum fjórðungi en það er lægra en upphafleg spá gerði ráð fyrir vegna aukinna smita í landinu.

Pundið hefur styrkst nokkuð í kjölfar frétta um ákvörðunina og hefur til að mynda styrkst 0,2% gegn krónunni og stendur pundið nú í 174,7 krónum.