Í spánni kemur jafnframt fram að verði ekki af kaupum Google á Netflix muni netrisinn hrinda úr vör eigin streymisþjónustu. Markaðsvirði Netflix er talið vera um 23 milljarðar bandaríkjadala. Stór fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum misserum horft hýrum augum til streymisþjónustu á borð við þá sem Netflix býður.

Í spá CSS Insight kemur jafnframt fram að þrívíddarprentun meðal almennings muni hefjast fyrir alvöru og að Google muni kaupa GoPro. Þá er því spáð að snjallúr og önnur tæki sem fólk klæðist muni ekki ná almennri hylli fyrr en árið 2017.

Félagið er spáði því að árinu 2014 myndi Twitter kaupa Snapchat. Þó að Snapchat sé til sölu þá er það ekki Twitter sem hefur augastað á félaginu, heldur hefur það verið í söluviðræðum við Yahoo.

Financial Times greinir frá.