Talsverð eftirspurn er eftir húsnæði þar sem ráðstöfunartekjur hafi aukist og mun það ásamt öðrum þáttum hækka íbúðaverð um 8% umfram verðlag til loka árs 2014, gangi spá greiningar Íslandsbanka eftir.

Í Morgunkorni deildarinnar segir m.a. að búðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkaði um 0,7% á milli mánaða í september, samkvæmt mælingum Þjóðskrár. Þar kemur m.a. fram að verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um 0,8% og verð íbúða í sérbýli um 0,3%. Verðið hefur hækkað um 9,9% síðastliðið ár.

Greining Íslandsbanka bendir á að undanfarna mánuði hafi hægt á hækkun íbúðaverðs undanfarna mánuði. Þar er sömuleiðis bent á að á sama tíma og íbúðaverð hækkaði um 9,9% á síðastliðnum 12 mánuðum hafi verðbólga verið 4,3% og verðhækkunin því tæp 2% umfram verðlag.

„Við ráð fyrir að íbúðaverð hækki um 8% umfram verðlag þar til í árslok 2014. Sú spá er byggð á þeirri forsendi að efnahagsbatinn haldi áfram á næstu árum og m.a. að ráðstöfunartekjur heimilanna haldi áfram að aukast. [...] Talsverð spurn hefur safnast upp eftir húsnæði sem mun styðja við frekari íbúðaverðshækkun á næstu árum. Þessi spurn eftir húsnæði telur bæði þá einstaklinga sem eru á húskaupaaldri um þessar mundir (25-35 ára) þ.e. einstaklingar sem eru líklegir til að vera að kaupa sína fyrstu íbúð og þá einstaklinga sem eru að komast á þann aldur innan skamms,“ segir í Morgunkorninu.