Sérfræðingar Goldman Sachs Group Inc., spá því að Rússar muni slá sovéskt framleiðslumet á olíu. Samkvæmt upplýsingum BP, framleiddu Sovétríkin 11,42 milljón tunnur af olíu á dag árið 1987. Greiningaraðlilar Goldman spá því að framleiðsla Rússa muni hækka um 590.000 tunnur á dag næstu þrjú árin og muni þar með slá metið með því að framleiða 11,65 milljón tunnur.

Goldman spáir miklum vexti hjá Rosneft og Novatek, en segir Lukoil PJSC einnig lofa góðu. Brent hráolía, sem er unnin úr Norðursjó, hefur náð sér á strik eftir miklar niðursveiflur. Verðið á tunnu er nú um 47 dali.