IFS spáir því að tekjur Marel í ár verði 680 milljónir evra sem er 3% vöxtur frá fyrra ári. EBIT verði 40 milljónir evra, sem er 7% lækkun.

IFS gerir ráð fyrir því að tekjur á fyrsta fjórðungi verði 166 milljónir evra sem er aukning um 5% og EBIT (hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta) verði 10 miljónir evra sem er óbreytt frá fyrra ári. Þetta kemur fram í afkomuspá IFS fyrir Marel sem birt var á miðvikudaginn. Marel birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs á mánudaginn.

Uppgjörs Marels er beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur gustað um fyrirtækið undanfarna mánuði. Þá bendir IFS greining á að fyrsti fjórðungur 2014 sé fyrsti heili fjórðungurinn eftir að Árni Oddur Þórðarson tók við af Theo Hoen sem forstjóri fyrirtækisins.

Þá hefur IFS einnig gefið út afkomuspá fyrir Össur sem birtir uppgjör á þriðjudaginn. Spáð er um 510 milljón dollara tekjum á árinu (17% aukning) og 97 milljóna króna EBITDA (28% aukning). Spá fyrir fysta fjórðung er 117 milljón dollara tekjur (20%) og 21 milljóna króna EBITDA (56%).