Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.
© BIG (VB MYND/BIG)

IFS Greiningar gerir ráð fyrir því að tekjur N1 hafi dregist saman á fyrsta ársfjórðungi og að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 523 milljónir króna í stað 279 milljóna á sama tíma í fyrra. Samdráttur tekna fyrirtækisins koma til vegna sölu á Bílanausti úr félaginu í fyrra . IFS Greining spáir því að hagnaður eftir fjármunaliði og tekjuskatt sé ráðgerður 249 milljónir króna, sem jafngildir 2,0% af rekstrartekjum. TIl samanburðar nam hagnaður N1 51 milljón króna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

IFS Greining birti afkomuspá sína fyrir fyrsta ársfjórðung N1 í gær. Í spánni segir að gert sé ráð fyrir því að arðsemi N1 batni á milli ára þótt hún verði undir markmiðum. Uppgjörið fyrir fyrsta ársfjórðung verður birt síðar í dag.

Gengi hlutabréfa N1 féll um 2,62% í 155 milljóna króna viðskiptum á markaði í gær.