Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,3% á milli mánaða í ágúst og verðbólga fara úr 3,8% í 4,3%, samkvæmt verðbólguspá Greiningar Íslandsbanka . Í Morgunkorni deildarinnar er rifjað upp að á sama tíma í fyrra hafi vísitala neysluverðs lækkað um 0,2% á milli mánaða í ágúst. Bent er á í Morgunkorninu að verðbólga hafi ekki verið meiri síðan í febrúar síðastliðnum.

Hagstofan birtir verðbólgutölur eftir tæpan hálfan mánuð eða 28. ágúst næstkomandi.

Greiningin segir:

„Verðbólguhorfur fyrir seinni hluta ársins hafa versnað lítillega að okkar mati, en við gerum ráð fyrir að verðbólga verði um og yfir 4% út árið.“