IFS Greining hefur sent frá sér nýja verðbólguspá fyrir febrúar sem hljóðar upp á 0,9% hækkun verðlags frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir hækkar tólf mánaða verðbólga úr 0,8% í 1,0%.

Þá mun verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli jafnframt fara úr -3,6% í 2,0%. Spáin hækkar frá bráðabirgðaspánni þar sem olíuverð hækkaði í febrúar þvert á væntingar IFS.  Einnig er gert ráð fyrir meiri hækkunum vegna útsöluloka.

Hægt er að lesa spána í heild sinni hér .