Hagfræðideild Landsbankans segir verðbólgutölur Hagstofunnar sem birtar voru í morgun ekki hafa mikil áhrif á bráðabirgða deildarinnar til næstu mánaða. Hún gerir ráð fyrir þvi´að útsölur sem nú eru að hefjast muni lækka vísitölu neysluverðs um 0,6% í næsta mánuði.

Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,53% á milli mánaða í júní og verðbólga farið úr 3,4% í maí í 3,3% nú.

Verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki svo um 0,2% í ágúst og 0,5% í september þegar útsöluáhrifin gangi að fullu til baka. Gangi spáin eftir muni ársverðbólgan verða engu að síður verða ögn hærri en áður var spáð eða 3,6% í september.