Greiningardeild Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% á milli mánaða nú í júlí. Gangi það eftir fer verðbólgu úr 5,4% í 4,9%. Deildin spáði því eins og fleiri markaðsaðilar að draga myndi úr verðbólgu í síðasta mánuði og spáðu því flestir að hún færi úr 5,4% í 4,9%. Verðbólga stóð hins vegar í stað á milli mánaða. Mestu munaði um meiri hækkun á flugfargjöldum en almennt hafði verið gert ráð fyrir í verðbólguspánum.

Í spá greiningardeildarinnseg nú segir að öðru fremur séu það útsöluáhrif fata- og skóverslunar sem hafa mikil áhrif á júlíspánna og muni þau ganga til baka í ágúst og september. Þá er gert ráð fyrir því að eldsneytisverð og flugfargjöld  lækki í mánuðinum.

Greiningardeildin segir að hún hefði spá meiri lækkun verðbólgunnar ef ekki hefði verið fyrir 4% verðhækkun á mjólk og mjólkurafurðum 3,5% gjaldskrárhækkunar Orkuveitu Reykjavíkur.

Þetta eru fjarri því það eina sem líklegt er að hækki á næstunni. Neytendur mega búast við frekari hækkunum í haust, eins og greiningardeild Arion banka bendir á:

„Bráðabirgðaspá fyrir næstu þrjá mánuði gefur þó lítið tilefni til bjartsýni þar sem umtalsverðar verðhækkanir verða að öllum líkindum í pípunum þegar komið er fram á haustið, þrátt fyrir að bráðabirgðaspáin geri ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar.“