Commerzbank í Frankfurt spáir töluverðri veikingu krónunnar á næstunni. Sérfræðingar bankans telja að gengi dollars getií 74,80 krónur og evrunnar í 95 krónur. Í frétt Dow Jones segir að svo virðist sem krónan verði undir áframhaldandi þrýsingi í kjölfar neikvæðrar niðurstöðu S&P um lánshæfi Íslands, mikils viðskiptahalla og óróa í stjórnmálum í kjölfar afsagnar Halldórs Ásgrímssonar.

Nú fyrir stundu var gengisvísitala krónunnar 128,57 stig, miðgengi dollars var 73,06 og evrunnar 93,21. Frá 8. maí hefur gengi krónunnar lækkað um 1,6% gagnvart dollar en um nær 2,2% gagnvart evrunni.