*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 10. apríl 2018 14:37

Spá verðbólgu aftur í markmið

Greiningardeild Arion banka spáir því að árstaktur verðbólgu í apríl verði 2,5%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari aftur niður í markmið í apríl. Þannig lækki tólf mánaða taktur hennar í 2,5% úr 2,75% frá því í síðasta mánuði. 

Milli mánaða spáir bankinn því hækkun vísitölu neysluverðs um 0,25% frá því í mars. Mest áhrif til hækkunar eru vegna hækkunar á reiknaðri húsaleigu eða 0,13 prósentustig en á eftir því koma hækkanir á mat og drykkjarvöru sem hefur áhrif til hækkunar VNV um 0,07 prósentustig. 

Spáin gengur út frá því að tveir liðir lækka á milli mánaða, annars vegar flugfargjöld til útlanda sem hafa áhrif til 0,05 prósentustiga lækkunar og tómstundir og menning sem hafa 0,01 prósentustigs áhrif til lækkunar.