Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga hækki lítillega næstu mánuði, 0,2% í september og október en 0,1% í nóvember. Ef spá þeirra út árið reynist rétt verður verðbólga 2,6% að meðaltali á þessu ári. Hins vegar spáir bankinn 2,3% verðbólgu árið 2021 og 2,5% árið 2022.

Krónan hefur ekki verið jafn veik gagnvart evru síðan árið 2013 og spáir bankinn stöðugu gengi á næstunni. Samkvæmt spánni mun gengið því ekki hækka sökum veikingar krónunnar en Seðlabankinn hefur verið nokkuð líflegur á gjaldeyrismarkaði undanfarið.

Sjá einnig: Seðlabankinn með 4,3 milljarða sölu

Helst vega flugfargjöld til hækkunar á vísitöluna, um 0,12%, í spá Íslandsbanka en föt og skór til lækkunar, um -0,14%.