*

þriðjudagur, 20. október 2020
Innlent 12. ágúst 2020 10:28

Spá verðbólgu yfir markmiði

Verðbólga mun koma til með að hækka smávægilega ef spá Íslandsbanka reynist rétt, gert er ráð fyrir stöðugu gengi krónunnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga hækki lítillega næstu mánuði, 0,2% í september og október en 0,1% í nóvember. Ef spá þeirra út árið reynist rétt verður verðbólga 2,6% að meðaltali á þessu ári. Hins vegar spáir bankinn 2,3% verðbólgu árið 2021 og 2,5% árið 2022.

Krónan hefur ekki verið jafn veik gagnvart evru síðan árið 2013 og spáir bankinn stöðugu gengi á næstunni. Samkvæmt spánni mun gengið því ekki hækka sökum veikingar krónunnar en Seðlabankinn hefur verið nokkuð líflegur á gjaldeyrismarkaði undanfarið.

Sjá einnig: Seðlabankinn með 4,3 milljarða sölu

Helst vega flugfargjöld til hækkunar á vísitöluna, um 0,12%, í spá Íslandsbanka en föt og skór til lækkunar, um -0,14%.